Skip to main content

Registering payments in H3

Kristín Helga Magnúsdóttir avatar
Written by Kristín Helga Magnúsdóttir
Updated over 3 months ago

This article is written in Icelandic since it's very specific to Icelandic payroll systems with terms that are more easily understood if not translated.

Þú getur látið Journeys skrá viðbótargreiðslu í næstu launagreiðslu.

Til dæmis til að endurgreiða útlagðan kostnað eða greiða samþykkta styrki.

Bæta við endapunkt

Fyrsta sem þarf að gera er að bæta við endapunkt. Hann á að vera svona:

Nafn: "Skrá greiðslu í bunka" (má vera annað ef þið viljið)

Request type: JSON

Method: POST

Example request:

[
{
"code": "string",
"text": "string",
"notes": "string",
"units": 0,
"action": 1,
"dateTo": "2025-03-14T14:39:44.209Z",
"dateFrom": "2025-03-14T14:39:44.209Z",
"unitPrice": 0,
"acctPeriod": "string",
"jobNameCode": "string",
"projectCode": "string",
"contractCode": "string",
"creditorCode": "string",
"departmentCode": "string",
"itemIdentifier": "string",
"salItemPayCode": "string",
"salaryItemCode": "string",
"employeeJobCode": "string",
"jobCategoryCode": "string",
"projectItemCode": "string",
"contractStepCode": "string",
"contractLevelCode": "string",
"payConfirmGroupCode": "string"
}
]

Prófa endapunktinn

Núna getur þú prófað endapunktinn með því að velja "Test" undir samþættingunni.

Í raun eru þetta bara 7 gildi sem þú þarft að fylla út í, sjá mynd (og útskýringu fyrir neðan myndina)

Þú þarft að setja inn:

tempbunchcode: Bunkanúmerið sem á að bóka á (mögulega ertu að fara að búa til nýjan bunka í ferlinu ef greiðslurnar eiga ekki að fara allar í sama greiðslubunkann, hægt er að endurnýta sama greiðslubunkann ef hann er stilltur þannig, sjá hér fyrir neðan ef þú vilt stofna nýjan greiðslubunka í hvert skipti)

notes: Útskýring á kostnaðnum

units: Fjöldi (yfirleitt 1 greiðsla)

action: 1 (er alltaf 1)

unitPrice: Upphæð sem á að greiða

salaryItemCode: Lykillinn sem greiðslan á að bókast á

employeeJobCode: kennitala+1 (t.d. ef kennitala starfsmannsins sem á að bóka á er "010101-9999" þá myndir þú setja inn hérna "01010199991")

Það er síðan svona útfært í Journey buildernum þegar byrjað er að nota þetta í ferlinu sjálfu:

Hitt má vera autt. Prófaðu að gera "Test" og sjá hvort greiðslan bókast rétt.

Eftir það þá getur þú nýtt þetta action í ferli, t.d. ef fólk er að fá greiddan styrk. Við mælum auðvitað með því að vista kvittunina á viðeigandi stað í H3 í sama ferli.

Stofna greiðslubunka

Ef þú vilt stofna nýjan greiðslubunka í ferli, þá þarftu að setja upp nýjan endapunkt.

Name: Stofna bunka til endurgreiðslu (eða eitthvað annað lýsandi)

Request type: JSON

Method: POST

Example request:

[
{
"code": "string",
"action": 1,
"status": "s",
"multiUse": true,
"typeCode": "string",
"allowCalc": true,
"description": "string",
"itemIdentifier": "string"
}
]

Prófa endapunktinn

Þú getur prófað endapunktinn svona (lýsing hér fyrir neðan)

Það helsta sem þú þarft að vita hér er að:

description: Lýsing á bunkanum

multiUse: Ef þetta er bunki sem á að nota oft þá hafið þið það svona eins og birtist í skjáskotinu.

Sett í Journey-ið

Almennt er þetta síðan sett svona upp:

Did this answer your question?